
Tjarnarfjölskyldan í garðinum sunnan við hús sumarið 1951. Aftast: Sigrún Björnsdóttir, Halldóra Eldjárn með Þórarin son sinn, Hjörtur með Árna son sinn, Ólöf Eldjárn yngri, kona sem sést illa, Sigrún Sigurhjartardóttir, Kristján Eldjárn, Sigríður Hafstað, Þórarinn Kr. Eldjárn með Þórarin Hjartarson. Í miðju: Ingibjörg Eldjárn, Ólöf Eldjárn, Petrína Eldjárn, Sesselja Eldjárn og Þorbjörg Eldjárn (krjúpandi). Fremst: Reynir Jónsson, Þórarinn Stefánsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sesselja Ingibjörg Stefánsdóttir, óþekktar stúlkur tvær lengst til hægri en á milli þeirra grillir í Þórarin Sigurgeirsson.

Haustið 1951 kom Sveinn Björnsson forseti Íslands til Akureyrar og hugðist heimsækja ýmsa staði þar í grennd m.a. Svarfaðardal með sérstakri viðkomu á Tjörn og veislu á Völlum. Allt var til reiðu að taka á móti þjóðhöfðingjanum, hreppsstjórinn og hrepps nefndin öll var saman komin í sparifötunum heima á Tjörn. Þá kom babb í bátinn vegna skyndilegra veikinda forset ans. Heimsókninni var þó ekki aflýst með öllu, því fylgdarlið forsetans kom í dalinn ásamt ljósmyndara og heimsótti þá staði sem fyrirhugað var. Þetta var fríður flokkur en óneitanlega þótti sjónarsviptir að forsetanum. Myndin var tekin á vestur tröppunum á Tjörn og vonbrigðin liggja í loftinu. Aftast standa Kristjón Kristjónsson forsetabílstjóri, Guðbjörg Hafstað, Þórarinn Kr. Eldjárn, Valgerður Sveinsdóttir vinnukona, Dagbjört Gunnlaugsdóttir, Hjörtur Eldjárn með Þórarin son sinn í fanginu, Joachim Kehler vinnumaður á Tjörn, Júlíus Havsteen sýslumaður Þingeyinga, Friðjón Skarphéðinsson sýslu maður Eyfirðinga. Lengst til vinstri er Birgir Thorlacius forsetaritari, Helgi Símonarson á Þverá, Sigríður Thorlacius, Sig ríður Ólafsdóttir sýslumannsfrú, Stefán Björnsson á Grund er lengst til hægri. Í fremstu röð eru Jón Jónsson á Jarð brú, Sig rún Sigurhjartardóttir á Tjörn, Ingibjörg Eldjárn, Sigríður Hafstað, Árni Hjartarson, Ingibjörg Stefánsdóttir og Stef anía María Pétursdóttir. Sigríður minnist hvergi á forsetaheimsóknina í bréfum sínum þegar allir mættu nema forsetinn. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson)

Jeppinn kom með frelsið: „Ég sótti hann til Reykjavíkur. Þetta var í miðjum heyskap. Það varð geysileg bylting eftir að hann kom. Þá gat ég skroppið til Akureyrar hvenær sem var. Áður var það bara Farmallinn. Maður fór nú engar lystiferðir á honum. Ég lyfti mér upp með því að fara til Akureyrar þó að ég ætti ekkert erindi. Hvíldi mig frá búi og börnum og fór í hárgreiðslu og snyrtingu og kom endurnærð til baka. Þetta voru eiginlega mínar bestu hvíldarstundir, að aka um í jeppanum.“

Oft var mannmargt á Tjörn, mynd frá sumrinu 1962. Árni Hjartarson, Þórarinn Hjartarson, Ingibjörg Eldjárn, Sigríður Hafstað, Þórarinn Sigurgeirsson, Þórarinn Eldjárn, Gunnhildur Stefánsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir situr með Hjörleif Hjartarson, Steinunn Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir, Arnfríður Anna Sigurgeirsdóttir, Kristján Hjartarson og Árni Stefánsson.

Ármann Gunnarsson og Steinunn P. Hafstað settust að í Svarfaðardal 1973. Fyrst í stað leigðu þau risíbúðina á Tjörn en byggðu sér svo sitt eigið hús, Laugastein, skammt suður og upp af Tjörn. Á myndinni eru Hjörtur, Steinunn, Ármann, Sigríður og Árni að skoða teikningar af væntanlegu húsi í Laugasteini.

Stórn Tilraunar, Sigríður Hafstað gjaldkeri, Svana Halldórsdóttir formaður og Margrét Kristinsdóttir ritari. Sigríður var lengi í stjórn Kvenfélagsins Tilraunar og formaður þess í tvígang og einnig lengi í stjórn Sambands eyfirskra kvenna eins og annars staðar kemur fram. (Úr myndasafni Kvenfélagsins)

Kvennakórinn. Aftari röð: Svana Halldórsdóttir, Ástdís Óskarsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Jóna Berg, Olga Steingrímsdóttir, Sigríður Hafstað. Fremri röð: Jónína Kristjánsdóttir, Elinborg Gunnarsdóttir, kórstjóri, Erna Kristjánsdóttir og Helga Þórsdóttir. Myndin er tekin á Læk um 1980. (Ljósm. Sigurjón Sigurðsson)

Leikhópur Leikfélags Dalvíkur 1979 sem setti upp Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Farið var í leikferð til Danmerkur með sýninguna. Kristján E. Hjartarson, Stefán Björnsson, Kristjana Arngrímsdóttir, Aðalbjörg Árnadóttir, Lárus Gunnlaugsson, Guðlaug Björnsdóttir, Rúnar Lund, Kristín Þorgilsdóttir, Ingólfur Jónsson, Friðrik Halldórsson. Fremri röð: Guðrún Alfreðsdóttir, leikstjóri, Svanhildur Árnadóttir, Guðný Bjarnadóttir, Sigríður Hafstað, Helgi Þorsteinsson, Herborg Harðardóttir og Dagný Kjartansdóttir.

Á jöklinum í ágúst 1979, Tungnahryggurinn í baksýn. Fólk komið gangandi úr Skíðadal og Hörgárdal að ákveða fjallaskálanum stað. F.v. Guðmundur Skúlason Staðarbakka, Árni Reynisson Reykjavík, Sigríður og Hjörtur, Þórður Steindórsson og Gestur Hauksson frá Þríhyrningi, Bjarni E. Guðleifsson Möðruvöllum og norsk stúlka, Bente að nafni. (Ljósm. Árni Reynisson).

Sigríður í sláturhúsinu haustið 1988. Þá var heildarniðurskurður á sauðfé í Svarfaðardal vegna riðuveiki og að því loknu var slátrun í Sláturhúsi KEA á Dalvík hætt. „Þetta er þriðja skiptið sem skorið er niður hjá okkur á Tjörn. Í hin tvö skiptin var það vegna riðu en nú er það sárara af því að við vorum með heilbrigðar ær að þess sinni,“ sagði Sigríður í viðtali við blaðamann Dags.

Kvenfélagskonur í heimsókn hjá Guðlaugu í Uppsölum á konudaginn 1988. Aftasta röð: Laufey Guðjónsdóttir frá Hreiðarsstöðum, Kristín Óskarsdóttir í Dæli, Erna Kristjánsdóttir Hnjúki, Elinborg Gunnarsdóttir Syðra-Hvarfi, Kristín Klemenzdóttir Brekku, Jónasína Dómhildur Karlsdóttir Klaufabrekknakoti, Sigríður Hafstað Tjörn. Miðröð: Ásdís Óskarsdóttir Syðra-Holti, Jónína Hallgrímsdóttir á Klaufabrekkum, Guðlaug Kristjánsdóttir Uppsölum, Anna Sölvadóttir Ytra-Garðshorni, Jónína Kristjánsdóttir Klængshóli, Stefanía Jónasdóttir Brautarholti, Friðrika Haraldsdóttir Ytra-Hvarfi. Fremsta röð: Margrét Jóhannesdóttir Hofsárkoti, Lilja Hallgrímsdóttir Klaufabrekknakoti, Heiðbjört Jónsdóttir á Hofsá. (Bls. 208. Úr myndasafni Kvenfélagsins)

Vorið 1995 greindist riðuveiki í sauðfénu á Tjörn og allur fjárstofninn var skorinn niður. Þetta var þriðji niðurskurðurinn á bænum vegna riðunnar. Nú var mælirinn fullur, fjárbúskap var hætt og fjárhúsin rifin. Hér er búið að taka járnið af þakinu og í framhaldinu voru húsin jöfnuð við jörðu. (Bls. 222, ljósm. Kristján E. Hjartarson)

100 ára afmæli Tjarnarkirkju 30. ágúst 1992. Tvöfaldur Tjarnarkvartett syngur í athöfninni: Ragnheiður Ólafsdóttir, Þórarinn Hjartarson, Hjörleifur Hjartarson, Kristjana Arngrímsdóttir, Steinunn Hjartardóttir, Kristján Eldjárn Hjartarson, Rósa Kristín Baldursdóttir og Þröstur Haraldsson. Við altarið sér í baksvip biskups, Ólafs Skúlasonar.

Kór Dalvíkurkirkju er einn þeirra kóra sem Sigríður hefur sungið með á rúmlega 80 ára ferli sínum sem kórsöngvari. Hér syngja þau á tónleikum í Dalvíkurkirkju. Aftasta röð: Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Kristján Eldjárn Hjartarson, Óskar Gunnarsson, Stefán Björnsson. Miðröð: Elín Rósa Ragnarsdóttir, Marín Jónsdóttir, Anna Baldvina Jóhannsdóttir, Þóra Rósa Geirsdóttir. Fremsta röð: Guðrún Lárusdóttir, Heiða Hringsdóttir, Ásrún Ingvadóttir, Sigríður Hafstað (Bls. 232)

Berbakt á graðhestinum Kveik í Brattahlíð á Grænlandi. Sumarið 1982 héldu Grænlendingar mikla hátíð í tilefni af þúsund ára afmæli norræns landsnáms þar í landi og buðu til sín fjölda gesta. Þeirra á meðal voru Hjörtur og Sigríður sem höfðu með sér graðhest einn góðan sem var gjöf frá Búnaðarfélagi Íslands til Grænlendinga. Þeir sem ganga fram hjá eru Erik Röde Frederiksen bóndi í Brattahlíð, Henrik Lund bæjarstjóri í Qaqortoq, grænlenskur lögreglumaður, Margrét Danadrottning, Ólafur Noregskonungur og Sonja prinsessa. (Bls. 234)

Jean Balfour (fædd Drew) er einn af hinum árvissu gestum á loftinu hjá Sigríði. Hún hefur um áratugaskeið verið mikil vinkona Tjarnarfólksins, raunar á hún kunningja um allt land og er Íslandsvinur í fullkomnustu merkingu þess orðs. Hún er af skoskum aðalsættum, óðalseigandu og rak lengi vel mikið kúabú í Balbirnie norðan við Edinborg. Hún er grasafræðingur og sérfræðingur í hánorrænum gróðri og mikill náttúruverndarsinni. Hún kynntist Hirti og Sigríði strax á áttunda áratugnum í tengslum við Náttúruverndarráð, en þá var hún formaður skosku náttúruverndarsamtakanna The Countryside Comission of Scotland. (Bls. 247, ljósm. Hrund Ólafsdóttir)

Þann 24. febrúar 2020 hefði Hjörtur E. Þórarinsson orðið 100 ára. Upp á það var haldið með börnum og barnabörnum. Samsæti með börnum og tengdaörnum: Í fremstu tveim röðum: Margrét Guðmundsdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Steinunn, Sigrún, Sigríður, Ingibjörg, Hrund Ólafsdóttir og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Ofantil: Jón Geirsson, Ragnar Stefánsson, Kristján, Þröstur Haraldsson, Hjörleifur, Þórarinn og Árni. (Bls. 250, ljósm. Sigurjón Sigurjónsson)